Barna, Peysur, sokkar

Förum Heim – Heimferðarsett

Ég fékk pöntun á strákalegu heimferðarsetti. Eina óskin sem var með pöntuninni var að þetta yrði ljósblátt. Ég mátti ráða hvaða uppskrift ég notaði. Þannig að ég fór og gúgglaði frá mér (næstum) allt vit. En, þar sem ég var frekar ánægð með settið sem ég gerði handa Litla Mági frá Stroff, þá endaði ég með að kaupa uppskrift af öðru setti frá þeim. Sé ekki eftir því.

Þetta sett heitir Förum Heim – Heimferðarsett og er til sölu á Stroff.is . Eina sem ég get sett út á í sambandi við uppskriftina er að mér finnst frágangur í hálsmáli ekki alveg nógu snyrtilegur. En það getur auðvitað líka verið bara klaufaskapur af minni hálfu. En þar sem boðungurinn er prjónaður, þá finnst mér hálsmálið alltaf vera pínu „off“. En, alls ekki þannig að það skemmi flíkina.

Ég notaði Lang Merino 200 sem ég keypti hjá Önnu Huldu í Hjarta Bæjarins. Garnið er alveg yndislega mjúkt og gott að prjóna úr því.