sokkar

Maí, Júní og Júlí sokkar!

Það er ekkert að ganga neitt rosalega vel að uppfæra mánaðasokkana jafn óðum. En, hér eru allavega sokkar síðustu þriggja mánaða.

Maí sokkarnir eru bara venjulegir „vanillu“ sokkar. Ekkert munstur eða neitt. Þema maí mánaðar var „Gimme Stripes“ en ég augljóslega náði ekki að fylgja þemanu! Ég notaði sokkagarn frá Lang, sem ég keypti í Hjarta Bæjarins. Í stroff, hæl og tá notaði ég að mig minnir garn frá Stranded Dyeworks í litnum Gloom.

Júní sokkarnir voru prufuprjón fyrir Twin Stitches Design og heitir uppskriftin Wingardium Leviosa. Þema júní var „fraternal Twins“ og þar sem þeir eru báðir alveg eins, þá fylgdi ég ekki þemanu heldur þarna! Grái liturinn er Gloom frá Stranded Dyeworks og bleiki liturinn er frá Dóttir Dyeworks og heitir Beautyschool Dropout. Það tók mig frekar langan tíma og staðfestu að klára þessa sokka. Þar sem það er kaðalprjón á þeim og ég bara nenni ekki kaðlaprjóni! En, ég er mjög ánægð með útkomuna.

Júlí sokkarnir eru aftur, bara venjulegir „vanillu“ sokkar. Þema júlí var „all the sparkle“ og fyrst ég var að fara að nota glimmer garn, þá bara varð ég að fara alla leið og hafa þá svona helvíti hressa! Aðalliturinn er Unicorn Fart og stroff, hæll og tá er liturinn Beautyschool Dropout, báðir frá Dóttir Dyeworks. Unicorn fart liturinn er  með silfur þræði þannig að þeir eru „sparkly“!

sokkar

Apríl sokkar

Þá eru sokkar apríl mánaðar tilbúnir. Þema mánaðarins var „From Far Away“.

Ég pantaði garnið í sokkana frá Bretlandi, þannig að þá er þemanu mætt.

Munstrið er afbrigði af uppskriftinni Shell Cottage socks eftir Helen Stewart, sem er einnig þekkt sem The Curious Handmaid. Þetta er uppskrift úr sokkaklúbbnum hennar The Sock Society.

Ég notaði Stranded Dyeworks sokkasett. Grái liturinn heitir Gloom og þessi bleiki heitir Hot Hot Pink. Þetta er Merino og Nælon blanda. Prjónaðir á 2.25 mm prjóna.

sokkar

Mánaðasokkar.

 Núna á þessu ári stefni ég á að prjóna eitt sokkapar á mánuði.

Svo deili ég afrakstrinum í tveimur hópum á Ravelry.

Boxosox í hópnum hennar Kristen, Voolenvine, og svo Sock Bash hjá Grocery Girls.

Tracey og Jodi, sem eru Grocery Girls, eru með þema fyrir hvern mánuð og ætla ég að reyna að fylgja þeim. Hef náð því allavega enn sem komið er.

Í janúar var þemað: Eitthvað nálægt mér.  (Something local to me)

Þá setti ég saman uppskrift sjálf. En notaði Sisu í þá.

Í febrúar var þemað: kaðlar

Gerði það sama, fann mér kaðlamunstur og notaði í sokka. Aftur notaði ég Sisu.

Í mars var þemað: byggt á sögupersónu, mynd, þætti eða bók.

Ég gerði sokkana Hermoine Everyday Sock eftir Ericu Lueder. Það mætti halda að ég notaði ekki annað garn í sokka en Sisu, en það er alss ekki þannig… en jú, það er Sisu í þessum sokkum.