Sjöl

Vertices Unite!

Loksins gerði ég þetta sjal! Búin að langa til að gera það í mjög langan tíma. Fann svo aldrei þá liti sem mig langaði að nota og bara endalaust vesen. En þetta er Vertices Unite eftir Stephen West.

Ég og mamma ákváðum svo að prjóna hvor sitt sjalið í nokkurs konar samprjóni. Það þarf eflaust ekkert að taka það fram að mamma var búin að klára allt sjalið áður en ég kláraði 1. hluta!

Ég notaði að mestu garn frá Dóttir Dyeworks, eða litina Rustic, Sienna, Dijon og Pavement. Svarti liturinn er frá MadeleineTosh og er Tosh Merino Light í litnum Dirty Panther.

 

Fylgihlutir, Sjöl

Bark Lines

Þetta sjal er í algeru uppáhaldi. Kláraði það í janúar minnir mig og hef notað það mjög mikið.

Það heitir Bark Lines og er eftir Joji Locatelli. Það er einfalt, látlaust og yndislegt.

Ég notaði garn frá Martin’s Lab; Tibetan Singles. Þetta garn er draumur í dós. Létt og mýkra en allt sem mjúkt er! Það er ca 160 gr.