sokkar

Mánaðasokkar.

 Núna á þessu ári stefni ég á að prjóna eitt sokkapar á mánuði.

Svo deili ég afrakstrinum í tveimur hópum á Ravelry.

Boxosox í hópnum hennar Kristen, Voolenvine, og svo Sock Bash hjá Grocery Girls.

Tracey og Jodi, sem eru Grocery Girls, eru með þema fyrir hvern mánuð og ætla ég að reyna að fylgja þeim. Hef náð því allavega enn sem komið er.

Í janúar var þemað: Eitthvað nálægt mér.  (Something local to me)

Þá setti ég saman uppskrift sjálf. En notaði Sisu í þá.

Í febrúar var þemað: kaðlar

Gerði það sama, fann mér kaðlamunstur og notaði í sokka. Aftur notaði ég Sisu.

Í mars var þemað: byggt á sögupersónu, mynd, þætti eða bók.

Ég gerði sokkana Hermoine Everyday Sock eftir Ericu Lueder. Það mætti halda að ég notaði ekki annað garn í sokka en Sisu, en það er alss ekki þannig… en jú, það er Sisu í þessum sokkum.

 

Barna, Peysur

Jæja Já!

Ekki nema þrjú ár síðan ég skrifaði innlegg hérna. Nú ætla ég að blása lífi í þessa prjóna dagbók mína. Finnst nefnilega mjög gaman að skoða yfir færslurnar og sjá hvað ég hef verið að gera í gegnum tíðina.

Ég var að klára eitt barna sett, peysu og húfu. Þetta er peysan Hekla og húfan Eldey frá Petit Knitting. Ég reyndar breytti húfunni örlítið. Hún á að vera hneppt undir hökuna en ég vildi frekar gera bara gamaldags bönd.

Er nokkuð ánægð með afraksturinn. Finnst samt frágangurinn á peysunni eins og hann er skrifaður í uppskriftinni ekki alveg nógu góður. Mun klárlega breyta því ef ég prjóna þessa peysu aftur. En, falleg er peysan þrátt fyrir það. Vona að Litli Mágur verður ánægður, já eða kannski frekar móðir hans.

Ég notaði Merino + frá Lang Yarns. Keypti það í Hjarta Bæjarins hér á Siglufirði. Mæli með að kíkja á þessa búð.