Barna, Peysur

Jæja Já!

Ekki nema þrjú ár síðan ég skrifaði innlegg hérna. Nú ætla ég að blása lífi í þessa prjóna dagbók mína. Finnst nefnilega mjög gaman að skoða yfir færslurnar og sjá hvað ég hef verið að gera í gegnum tíðina.

Ég var að klára eitt barna sett, peysu og húfu. Þetta er peysan Hekla og húfan Eldey frá Petit Knitting. Ég reyndar breytti húfunni örlítið. Hún á að vera hneppt undir hökuna en ég vildi frekar gera bara gamaldags bönd.

Er nokkuð ánægð með afraksturinn. Finnst samt frágangurinn á peysunni eins og hann er skrifaður í uppskriftinni ekki alveg nógu góður. Mun klárlega breyta því ef ég prjóna þessa peysu aftur. En, falleg er peysan þrátt fyrir það. Vona að Litli Mágur verður ánægður, já eða kannski frekar móðir hans.

Ég notaði Merino + frá Lang Yarns. Keypti það í Hjarta Bæjarins hér á Siglufirði. Mæli með að kíkja á þessa búð.

Færðu inn athugasemd